One-touch uppsetning
Þú getur notað One-touch stillingareiginleikann til að ræsa sjálfkrafa uppsetningu fyrir
ýmsa þráðlausa eiginleika á milli tveggja Xperia® tækja. Til dæmis er hægt að nota One-
touch uppsetninguna til að ræsa grunnstillingu fyrir skjáspeglun og Xperia Link™. Þegar
þú hefur lokið uppsetningunni þarftu aðeins eina snertingu í hvert sinn til að ræsa þessa
eiginleika.
One-touch uppsetningarvalkosturinn er virkjaður með NFC. Frekari upplýsingar um
uppsetningu á skjáspeglun, Media Server, NFC og Bluetooth® í tækinu er að finna í
viðeigandi köflum í notandahandbókinni.
One-touch uppsetningin ræst í tækinu þínu
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Xperia™ tengimöguleikar > Einnar snertingar
uppsetning. Kveikt er sjálfkrafa á NFC valkostinum.
3
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á NFC-valkostinum í hinu Xperia™ tækinu.
4
Gakktu úr skugga um að skjáirnir á báðum tækjunum séu opnir og virkir.
5
Haltu tækjunum saman þannig að NFC nemasvæðið á hvoru tækinu snerti hitt.
One-touch uppsetningarvalkosturinn ræsist sjálfkrafa.
Bæði tæki verða að styðja One-touch uppsetningarvalkostinn.
108
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.