Skjályklaborð
Þú getur slegið inn texta með QWERTY-lyklaborðinu á skjánum með því að pikka á hvern
staf fyrir sig eða notað bendiinnslátt til að mynda orð með því að renna fingri frá staf til
stafs. Ef þú vilt nota minni útgáfu af skjályklaborðinu og nota bara aðra höndina til að slá
inn texta getur þú virkjað einhenta lyklaborðið í staðinn.
Þú getur valið að slá inn texta á allt að þremur tungumálum. Snjallgreining tungumáls
greinir tungumálið sem þú notar og spáir fyrir um orðin á því tungumáli um leið og þú
slærð inn textann. Sum forrit opna skjályklaborðið sjálfkrafa, t.d. tölvupósts- og
textaskilaboðaforrit.
1 Eyddu stöfum fyrir framan bendilinn.
2 Færðu inn nýja línu eða staðfestu texta.
3 Sláðu inn bil.
4 Sérsníddu lyklaborðið. Þessi lykill hverfur þegar lyklaborðið er sérsniðið.
5 Birta tölur og tákn. Til að fá enn fleiri tákn skaltu pikka á
.
6 Skiptu á milli lágstafa , hástafa og hástafaláss . Í sumum tungumálum er þessi lykill notaður til að
fá aðgang að aukastöfum í tungumálinu.
Skjályklaborð opnað til að slá inn texta
•
Pikkaðu á innsláttarreit fyrir text.
Skjályklaborðið notað í langsniði
•
Þegar skjályklaborðið sést skaltu snúa tækinu á hlið.
Þú gætir þurft að breyta stillingum einhverra forrita til að virkja langsnið.
Textainnsláttur eftir stöfum
1
Til að slá inn staf á lyklaborðinu skaltu pikka í stafinn.
2
Til að slá inn stafafbrigði skaltu styðja á venjulegan staf á lyklaborðinu til að opna
lista yfir tiltæka valkosti og velja síðan af listanum. Til að t.d. slá inn „é“, styðurðu á
„e“ þar til annar valkostur birtist og svo, á meðan þú heldur fingrinum á
takkaborðinu, dregurðu að og velur „é“.
Punktur sleginn inn
•
Þegar þú hefur slegið inn orð skaltu tvípikka á bilstöngina.
48
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Texti sleginn inn með bendiinnsláttarvalkostinum
1
Þegar þú slærð texta inn með skjályklaborðinu skaltu renna fingrinum milli bókstafa
til að rekja orðið sem þú vilt skrifa.
2
Lyftu fingrinum eftir að þú ert búin(n) að slá orðið inn. Stungið er upp á orði byggt á
bókstöfum sem þú hefur dregið upp.
3
Ef orðið sem þú vilt birtist ekki pikkarðu á til að sjá aðra valkosti og velja
samkvæmt því. Ef valkosturinn óskað er eftir birtist ekki, eyddu þá öllu orðinu og
rektu það aftur eða sláðu orðið inn, einn staf í einu.
Stillingum bendiinnsláttar breytt
1
Þegar skjályklaborðið sést ýtirðu á .
2
Pikkaðu á og svo á
Stillingar lyklaborðs.
3
Til að virkja eða afvirkja bendiinnslátt skaltu draga sleðann við hliðina á
Fletta til að
slá inn í stöðuna kveikt eða slökkt.
Notkun einnar handar lyklaborðs
1
Opnaðu skjályklaborðið, pikkaðu síðan á
・ .
2
Pikkaðu á og svo á
Einhent lyklaborð.
3
Til að færa einnar handar lyklaborðið til vinstri eða hægri hliðar á skjánum skaltu
pikka á eða eftir því hvort við á.
Til að fara aftur yfir í notkun á heilu skjályklaborði pikkarðu á .