Sony Xperia M2 - Skjálás

background image

Skjálás

Nokkrar leiðir eru til að læsa skjánum. Læsingarnar eru taldar upp hér fyrir neðan í

hækkandi röð eftir öryggi:

Strjúka – engin vörn en þú hefur greiðan aðgang að heimaskjánum

Mynstur – teiknaðu einfalt mynstur með fingrinum til að opna tækið

PIN-númer – sláðu inn PIN-númer sem er a.m.k. fjórar tölur til að opna tækið

Lykilorð – sláðu inn lykilorð sem samanstendur af bókstöfum og tölustöfum til að opna

tækið

Það er afar mikilvægt að þú leggir opnunarmynstrið, PIN-númerið eða lykilorðið á minnið Ef þú

gleymir þessum upplýsingum er ekki víst að hægt sé að endurheimta mikilvæg gögn, til dæmis

tengiliði og skilaboð.

Ef þú hefur sett Microsoft® Exchange ActiveSync® (EAS) reikning upp í Xperia™ tækinu getur

verið að EAS öryggisstilling takmarki tegund lásskjás aðeins í PIN-númer eða lykilorð. Þetta

kemur fyrir þegar stjórnandi símkerfisins tilgreinir ákveðna lásskjá fyrir alla EAS reikninga vegna

öryggisástæðna. Hafðu samband við umsjónaraðila símkerfisins í fyrirtækinu eða samtökunum

þínum til að athuga hvað netöryggisstefnur eru gerðar fyrir farsíma.

Tegund skjáláss breytt

1

Á heimaskjánum pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Skjálás.

3

Fylgdu leiðbeiningunum og veldu aðra tegund af skjálás.

Læsingarmynstur skjás búið til

1

Á heimaskjánum pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Skjálás > Mynstur.

3

Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.

Ef læsingarmynstrinu sem þú teiknar á skjáinn er hafnað fimm sinnum í röð þegar þú reynir að

taka tækið úr lás þarftu að bíða í 30 sekúndur og reyna svo aftur.

41

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Læsingarmynstri skjás breytt

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar> Öryggi > Skjálás.

3

Teiknaðu opnunarmynstur skjásins.

4

Pikkaðu á

Mynstur og fylgdu leiðbeiningunum.

PIN-númer til að læsa skjá búið til

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Skjálás > PIN-númer.

3

Sláðu inn PIN-númerið og pikkaðu á

Halda áfram.

4

Endurtaktu og staðfestu PIN-númerið og pikkaðu svo á

Í lagi.

5

Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.

Til að búa til lykilorð fyrir skjálás

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Skjálás > Lykilorð.

3

Sláðu inn lykilorð og pikkaðu á

Halda áfram.

4

Endurtaktu og staðfestu lykilorðið og pikkaðu svo á

Í lagi.

5

Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.

Swipe-opnunareiginleikinn virkjaður

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Skjálás.

3

Teiknaðu opnunarmynstur skjásins eða sláðu inn PIN eða lykilorð, sé einhver

þessara læsinga virk.

4

Pikkaðu á

Strjúka.